Um Sigluvík / About Sigluvík

Sigluvikpanorama2

For translation into other languages, please select languages here on the right.

Á jörðinni eru eftirtaldar byggingar:
Íbúðarhús byggt árið 1973 úr steinsteypu stærð 153,6 fm. Húsið er klætt að utan með liggjandi bjálkaklæðningu. Húsið skiptist í anddyri með flísum á gólfi, eldhús með parketi á gólfi og nýrri stórri vandaðri innréttingu, stofu með parketi á gólfi, gang með parketi á gólfi, 5 svefnherbergi með parketi á gólfum, baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, innréttingu og stórum sturtuklefum, bakinngang með flísum á gólfi, þvottahús með flísum á gólfi og salerni með flísum á gólfi og lítilli innréttingu. Í húsinu er tvöfalt gler og það er rafkynt.

Íbúðarhús á tveimur hæðum byggt árið 1937 úr steinsteypu, stærð 104 fm. Húsið er klætt að utan með liggjandi bjálkaklæðningu. Neðri hæð hússins skiptist í anddyri með flísum á gólfi, salerni með flísum á gólfi, gang, svefnherbergi stofu, stigagang, búr, geymslu og eldhús með parketi á gólfum, gömul innrétting er í eldhúsi. Af neðri hæðinni liggur timburstigi upp á þá efri, sem skiptist í fjögur svefnherbergi, gang og geymlsu. Timburgólf er á efri hæðinni. Húsið er rafkynt og í því eru nýir gluggar að hluta og nýtt tvöfalt gler.

Útihús:
Fjós með áburðarkjallara byggt árið 1958, stærð 239 fm. Innkeyrsludyr eru í áburðarkjallarann.
Fjárhús byggt árið 1953 stærð 147 fm
Fjárhús byggt árið 1965 stærð 119 fm
Hlaða byggð árið 1936 stærð 91 fm
Hlaða byggð árið 1955 stærð 68 fm
Hlaða byggð árið 1955 stærð 134 fm
Hlaða byggð árið 1961 stærð 83 fm
Vélageymsla byggð árið 1975 stærð 144 fm.

Íbúðarhúsin hafa nýlega verið mikið endurnýjuð. Allt umhverfi er mjög snyrtilegt og vel við haldið. Fallegt útsýni.

Comments are closed.